Þessa dagana er unnið að undirbúningi viðgerða á turnsúlum Háteigskirkju.
Þessa dagana er unnið að undirbúningi viðgerða á turnsúlum Háteigskirkju.
UNNIÐ er að undirbúningi og uppsetningu vinnupalla við Háteigskirkju vegna umfangsmikilla viðgerða á turnum kirkjunnar.
UNNIÐ er að undirbúningi og uppsetningu vinnupalla við Háteigskirkju vegna umfangsmikilla viðgerða á turnum kirkjunnar. Að sögn Flosa Ólafssonar, múrarameistara hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun og umsjónarmanni verksins, er verið að endursteypa súlurnar undir turnunum vegna frostskemmda.

"Það er svona eins og gengur, " segir Flosi og bætir við að það þætti nú kannski ekki ósanngjarnt eftir 40 ár. "En þetta er þó nokkuð mikil aðgerð og erfið framkvæmd. Það er ekki hægt að steypa nema fáar súlur í einu því ekki getum við treyst því að almættið haldi í turnana á meðan við endurnýjum undirstöðurnar." Flosi segir að framkvæmdir hefjist á þriðjudag en stefnt sé að því að verkinu ljúki 15. ágúst.