Unnur Fadila Vilhelmsdóttir við æfingar.
Unnur Fadila Vilhelmsdóttir við æfingar.
UNNUR Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari leikur á tónleikum í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum á þriðjudagskvöld kl. 20.00. Hún leikur þrjú verk; Píanósónötu op. 31 í Es-dúr eftir Beethoven, Ballöðu nr. 4 op.
UNNUR Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari leikur á tónleikum í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum á þriðjudagskvöld kl. 20.00. Hún leikur þrjú verk; Píanósónötu op. 31 í Es-dúr eftir Beethoven, Ballöðu nr. 4 op. 52 í f-moll eftir Chopin og Píanósónötu nr. 8 op. 84 í B-dúr eftir Sergei Prokofieff.

Unnur Fadila stundaði píanónám frá sjö ára aldri, fyrst í Barnamúsíkskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík, en sótti framhaldsnám til Cincinnati í Bandaríkjunum, og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik haustið 1997. Hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðan, og leikið á tónleikum af ýmsu tagi.Verkin á efnisskránni eru öll mjög ólík en skapa fallega heild, að sögn Unnar Fadilu. Píanósónatan op. 31 í Es-dúr eftir L.v. Beethoven er eitt af bjartari verkum höfundar, þar sem hamingja og leikur lýsa af hverjum kafla. Ballaðan nr. 4 eftir F. Chopin er af mörgum talin fegurst ballaða Chopins. Hún er í tilbrigðaformi og birtist hið fagra stef í ýmsum myndum. Píanósónatan nr. 8 eftir S. Prokofieff er samin á árunum 1939-1944 og er ásamt sónötum nr. 6 og 7 kölluð stríðssónata. Sviatoslav Richter hefur sagt að sónatan sé eitt af hans uppáhaldsverkum og að hún innihaldi allan fjölbreytileika mannlegs lífs.