Nýr Audi A8 er væntanlegur á markað haustið 2002.
Nýr Audi A8 er væntanlegur á markað haustið 2002.
MARKAÐSSETNING á splunkunýjum Audi A8 hefur verið frestað um eitt ár í tengslum við skort á sérhæfðu starfsfólki við framleiðslu á VW D1-lúxusbílnum.
MARKAÐSSETNING á splunkunýjum Audi A8 hefur verið frestað um eitt ár í tengslum við skort á sérhæfðu starfsfólki við framleiðslu á VW D1-lúxusbílnum. VW vill ekki að A8, sem þegar hefur komið sér vel fyrir á markaðnum, dragi athyglina frá fyrsta lúxusbíl með VW-merkinu sem kemur á markað næsta sumar. Nýr Audi A8 deilir mörgum íhlutum með D1, þar á meðal nýrri fjölskyldu W-laga véla. Einnig verður ný V10 dísilvél í báðum bílum. D1 verður fyrstur fólksbíla Volkswagen-samsteypunnar til þess að fá þessa nýju vél. Hún er 5 lítrar að slagrými. Talsmenn VW segja að vélin sé afrakstur 25 ára þróunar í gerð dísilvéla hjá fyrirtækinu og sé fullkomnasta dísilvél sem smíðuð hafi verið. Með þessari vél á D1 að ná 100 km hraða á um 5,8 sekúndum og hámarkshraðinn verður 250 km á klst.