KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar á þriðjudagskvöld kl. 20.30, Stykkishólmskirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.30 og eru þeir tónleikar liður í röðinni Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju.
KÓR Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar á þriðjudagskvöld kl. 20.30, Stykkishólmskirkju á fimmtudagskvöld kl. 20.30 og eru þeir tónleikar liður í röðinni Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju. Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg og píanóleikari kórsins er Ólafur Kolbeinn Guðmundsson.

Á efnisskránni eru innlend og erlend lög og flytur Ólafur Kolbeinn m.a. verkið "Suggestion diabolique" op. 4 no. 4 eftir Sergei Prokofiev.