ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Nýsköpunarstarf háskólastúdenta Þriðjudaginn 5. júní kl.
ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands.

Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Nýsköpunarstarf háskólastúdenta

Þriðjudaginn 5. júní kl. 17:00-18:00 bjóða rektor Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóður námsmanna til samkomu í hátíðasal Háskóla Íslands. Á fundinn er boðið öllum styrkþegum ársins ásamt umsjónarmönnum þeirra svo og fulltrúum fyrirtækja og stofnana sem tengst hafa og styrkt starfsemi Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Tilefnið er úthlutun ársins 2001. Dagskrá fundarins: Páll Skúlason háskólarektor býður gesti velkomna. Björn Bjarnason menntamálaráðherra ávarpar samkomuna. Erindi flytja: Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavíkurborgar, Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna, og Hafsteinn Helgason, verkfræðingur hjá Línuhönnun.

Kynnt verða tvö nýsköpunarverkefni stúdenta: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, meistaranemi í félagsfræði við Háskóla Íslands: Afbrot og öryggi. Könnun á afbrotum og öryggistilfinningu íbúa umdæmis lögreglustjórans í Reykjavík. Óli Halldórsson, meistaranemi í umhverfisfræði við Háskóla Íslands: Um gildi mats á umhverfisáhrifum við ákvarðanatöku í umhverfismálum á Íslandi

Sannleikur og heimild

Þriðjudaginn 5. júní 2001 heldur Róbert H. Haraldsson heimspekingur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Sannleikur og heimild: Einstök vandamál eða almennt klúður". Fundurinn fer fram í stóra sal Norræna hússins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur stundvíslega kl. 13:00. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og er aðgangur ókeypis.

Pragmatik í tungumálakennslu

Þriðjudaginn 5. júní kl. 9:15 - 16:00 og miðvikudaginn 6. júní kl. 9:15-15:00 verður haldin málstofa um rannsóknir í pragmatík í kennslu erlendra tungumála í stofu 301 Nýja Garði á vegum Stofnunar í erlendum tungumálum. Kennari er Gabrielle Kasper frá University of Hawaii at Manoa. Þeir sem áhuga hafa á að vera með skrái sig hjá thordigi@hi.is.

Gæðastjórnun í háskólum ...

Miðvikudaginn 6. júní kl. 16:15 býður viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands til málstofu. Bryndís María Leifsdóttir, M.S. nemi, heldur fyrirlestur er hún nefnir: ,,Gæðastjórnun í háskólum og öðrum stofnunum, tækifæri til framfara? Málstofan fer fram í Odda, stofu 201. Allir velkomnir.

M.S.-fyrirlestur Lisu I. Doucette

Miðvikudaginn 6. júní mun Lisa Doucette halda fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt til MS-prófs við líffræðiskor. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu G-6 í húsi Líffræðiskorar áGrensásvegi 12 og hefst kl. 16:00. Fyrirlesturinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Lisa Doucette lauk B.Sc. gráðu í sjávarlíffræði frá háskólanum í Guelph, Ontrio, í Kanada árið 1996 og hóf framhaldsnám til M.S.-gráðu við Háskóla Íslands haustið 1998. Rannsóknarverkefni Lisu byggðist á rannsóknarsamvinnu Líffræðistofnunar háskólans og fiskeldisdeildar Hólaskóla og fóru rannsóknirnar fram á Hólum. Rannsóknarverkefni Lisu fjallar um breytileika í atferli íslenskra hornsíla og hvernig hann tengist mismunandi búsvæðum í sjó og vötnum og afránshættu.

Catherine O. Ringen hjá íslenska málfræðifélaginu

Fimmtudaginn 7. júní kl. 16:15 mun Catherine O. Ringen prófessor við Háskólann í Iowa halda fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn í stofu 304 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist "The Feature [spread glottis] in German". Í honum verða færð rök fyrir því að þýsk lokhljóð skiptist í tvennt út frá þættinum [sperrt raddglufa] en ekki þættinum [raddað]. Þetta er gert með tilvísun í hljóðfræðitilraunir sem sýna að í lokhljóðaklösum milli sérhljóða eru bæði lokhljóðin órödduð (sbr. orð eins og 'Jagden' "veiðar").

Stofnfundur undirfélags IEEE á Íslandi

Fimmtudaginn 7. júní, kl. 17 verður haldinn stofnfundur undirfélags IEEE á Íslandi um merkjafræði, rásir og kerfi (signal processing/circuits and systems) í húsakynnum verkfræðideildar HÍ, VR-II stofu 158. Stofnfundurinn er öllum opinn. IEEE á Íslandi, sem stofnað var sl. haust, er undirfélag alþjóðlega rafmagnsverkfræðifélagsins Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE).

Dagskrá stofnfundarins verður þannig að Jón Atli og Ragnar flytja stutt ávörp, en síðan mun George Eisler flytja fyrirlestur um þróun ethernets.

Dreifing reikniþunga á heimtaug

Föstudaginn 8. júní nk. kl. 13 heldur Gunnar Jakob Briem fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði. Verkefnið heitir Dreifing reikniþunga á heimtaug . Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verkefnið var unnið í samstarfi við Conexant Systems á Íslandi.

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ Vefsetur: www.endurmenntun.is

Námskeið í stjórnun lista og menningarstofnana

Umsjón: Rósa Erlingsdóttir verkefnisstjóri jafnréttisátaksins. Kennarar: Dr. Lidia Varbanova, frá Búdapest, Sue Kay, MA frá City University í London, Ása Richardsdóttir, Guðrún Bachman og Mary Ann De Vlieg, framkvæmdastjóri evrópska leikhúsráðsins (IETM).

Tími: 10.-16. júní.

Menningarstjórnun og evrópskt tengslanet

Kennarar: Dr. Lidia Varbanova, frá Búdapest og Isabelle Schwarz framkvæmdastjóri ENCATC.

Tími: 8. og 9. júní kl. 9:00-16:00.

Stjórnunar-, leiðtoga- og starfsframanámskeið IMG

Umsjón: Rósa Erlingsdóttir verkefnisstjóri jafnréttisátaksins. Leiðbeinendur eru sérfræðingar Þekkingarsmiðjunnar á sviði stjórnunar.

Tími: Lau. 9. júní kl. 10:00-18:00.

Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess!

Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.visindavefur.hi.is

Sýningar

Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu.

Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst.

Þjóðarbókhlaða Þróun námsefnis á 20. öld Þriðjudaginn 17. apríl var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýning um þróun námsefnis. Sýningin ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móðurmálið - náttúran - sagan og stendur hún til 31. maí og er opin á opnunartíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is