FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, verður brátt tilbúin til að hefja árlegt áburðarflug. Verið er að skipta um skrúfur og er gert ráð fyrir að fyrsta flugið verði 19. júní næstkomandi.

FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, verður brátt tilbúin til að hefja árlegt áburðarflug. Verið er að skipta um skrúfur og er gert ráð fyrir að fyrsta flugið verði 19. júní næstkomandi.

Um 20 flugmenn taka að sér flugið í ár en flugmenn hafa sem kunnugt er annast áburðarflugið endurgjaldslaust. Í næstu viku sitja þeir upprifjunarnámskeið og taka síðan nokkrar lendingar áður en þeir hefja sjálft áburðarflugið. Þrír til fjórir flugmenn skiptast á um flugið dag hvern.

Ráðgert er að byrja á Auðkúluheiði en þar er flogið út frá flugvelli við Blöndulón sem Landsvirkjun hefur látið útbúa. Verið er að leggja lokahönd á að yfirfara vélina fyrir sumarið og skipta um skrúfur og verður hún flughæf þegar líður á vikuna.