Travolta: Aftur í lægð?
Travolta: Aftur í lægð?
Einn vinsælasti kvikmyndaleikari samtímans John Travolta má muna tímana tvenna. En ein þeirra mynda sem kom honum í fremstu röð í Hollywood á ný eftir mörg mögur ár var Get Shorty , sem Barry Levinson gerði eftir skáldsögu Elmores Leonard .
Einn vinsælasti kvikmyndaleikari samtímans John Travolta má muna tímana tvenna. En ein þeirra mynda sem kom honum í fremstu röð í Hollywood á ný eftir mörg mögur ár var Get Shorty, sem Barry Levinson gerði eftir skáldsögu Elmores Leonard . Nú er í undirbúningi gerð framhaldsins af Get Shorty þar sem John Travolta átti á ný að leika Chili Palmer. Framhaldið, sem heitir Be Cool, verður þó trúlega án Travolta . Leikarinn krafðist meira en 20 milljóna dollara fyrir að leika í myndinni og það þótti framleiðendum of mikið. Þeir eru því að semja við óskarsverðlaunahafann Benicio Del Toro um koma í stað Travolta.