Ryan: Upp með húmor og hanska.
Ryan: Upp með húmor og hanska.
Bandaríska leikkonan Meg Ryan , sem sett hafði leikferil sinn á ís til að jafna sig á skilnaði sínum við leikarann Dennis Quaid og ástarsambandið við Russell Crowe , er nú að byrja aftur að leika.
Bandaríska leikkonan Meg Ryan , sem sett hafði leikferil sinn á ís til að jafna sig á skilnaði sínum við leikarann Dennis Quaid og ástarsambandið við Russell Crowe , er nú að byrja aftur að leika. Hún hefur tekið að sér að leika hlutverk hnefaleikastjóra að nafni Jackie Kallen í myndinni Against the Ropes, sem fjallar um ævi hennar. Bæði Sandra Bullock og Michelle Pfeiffer höfðu sýnt hlutverkinu áhuga en handritshöfundurinn Cheryl Edwards taldi Ryan hæfa því betur.