Morse: Gaman á Taívan.
Morse: Gaman á Taívan.
Bandaríski leikarinn David Morse , sem lengst af hefur puntað upp á bíómyndir í svipsterkum aukahlutverkum ( The Green Mile, Dancer In the Dark ), hefur smám saman verið að feta sig framar í sviðsljósið.
Bandaríski leikarinn David Morse , sem lengst af hefur puntað upp á bíómyndir í svipsterkum aukahlutverkum (The Green Mile, Dancer In the Dark), hefur smám saman verið að feta sig framar í sviðsljósið. Hann lék eitt af þremur stærstu hlutverkunum í hinni misheppnuðu hasarmynd Proof Of Life með Russell Crowe og Meg Ryan , og bjargaði því sem bjargað varð. Nú er hann að leika aðalhlutverkið í nýrri spennumynd taívanska leikstjórans Chen Kuo-fu , Double Vision og fara tökur fram á Taívan. Morse segir að myndin sé gerð utan Hollywood-kerfisins og það kunni hann vel við. "Óháðar kvikmyndir bera með sér ákveðinn hetjuskap gagnvart hefðum og hafna formúlum," segir hann. Í Double Vision leikur Morse alríkislögreglumann að eltast við raðmorðingja, sem kemur fyrir dularfullum sveppagróðri í heilabúi fórnarlamba sinna. Morse segir myndina jafnframt einkennast af kínverskum helgisiðum sem geri hana sérstæða.