Bragi Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1931. Foreldrar : Karólína Sveinbjörg Sveinsdóttir húsmóðir, fædd 14.12. 1895 í Reykjavík, dáin 4.4. 1991, og Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá skrifstofustjóri, fæddur 9.8.
Bragi Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1931. Foreldrar : Karólína Sveinbjörg Sveinsdóttir húsmóðir, fædd 14.12. 1895 í Reykjavík, dáin 4.4. 1991, og Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá skrifstofustjóri, fæddur 9.8. 1897 í Hrútsholti í Eyjahreppi, Snæfellsnesi, dáinn 21.7. 1978. Systkin : Ásgeir Þór verkfræðingur, f. 31.5 1924, d. 19.6. 1999, Sveinn Gunnar hagfræðingur, f. 17.7. 1925, Guðmundur Agnar forstjóri, f. 29.8. 1927, Birgir lögfræðingur, f. 2.5. 1929, d. 14.8. 1984, og Hrefna húsmóðir, f. 9.9. 1932. Fyrri maki : Adelheid Weimann kennari, f. 14.1. 1939. Þau skildu. Barn : Bragi Agnar, f. 23.3. 1960. Seinni maki : Símonía Kolbrún Benediktsdóttir fóstra, f. 2.9. 1942. Þau skildu. Börn : Fjölnir Geir, f. 5.2. 1965, Ásgeir Reinar, f. 22.7. 1966, Símon Jóhann, f. 14.7. 1970, og Kolbrá Þyri, f. 18.7. 1971.

Menntun : Nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1947-1950, Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1950-52 og 1955-56 (grafík), Listaháskólann í Ósló og Listiðnaðarskólann (grafík) 1952-53 og Listaháskólann í München 1958-60. Námsferðir víða um Evrópu, Ameríku og Kanada. Starfsferill : Kennari við MHÍ 1956-1996. Listrýnir Morgunblaðsins frá 1966. Bragi hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis, tekið þátt í félagsmálum myndlistarmanna, skrifað greinar í íslenzk og erlend rit og hlotið viðurkenningar fyrir list sína heima og erlendis.