SUÐUR opnar á grandi og norður stekkur beint í þrjú grönd. Fáðu þér sæti í suður: Norður &spade; ÁG5 &heart; ÁD ⋄ 5432 &klubs; 6542 Suður &spade;K102 &heart;G62 ⋄ÁD &klubs;ÁDG103 Vestur spilar út smáu hjarta. Fyrsta spurning: Hyggstu svína?
SUÐUR opnar á grandi og norður stekkur beint í þrjú grönd. Fáðu þér sæti í suður:

Norður
ÁG5
ÁD
5432
6542

Suður
K102
G62
ÁD
ÁDG103

Vestur spilar út smáu hjarta. Fyrsta spurning: Hyggstu svína?

Samningurinn er firna sterkur, en þó ekki alveg öruggur. Það felst viss hætta í því að svína hjartadrottningu, því ef svíningin misheppnast gæti austur tekið upp á því að skipta yfir í tígul. Í versta falli á vestur kóngana í láglitunum og þá er spilið sennilega tapað.

Þú svínar því ekki heldur tekur á hjartaás og spilar laufi á drottningu. Hún heldur, en vestur hendir hjarta. Hvert er nú framhaldið?

Norður
ÁG5
ÁD
5432
6542
Vestur Austur
7643 D98
108753 K93
K976 G108
-- K987
Suður
K102
G62
ÁD
ÁDG103

Ekki er óhætt að gefa austri slag á lauf því ef austur spilar tígliverður sagnhafi síðar að þefa uppi spaðadrottninguna til að koma spilinu í hús. Það er ástæðulaust þegar til er 100% leið. Þú spilar nú spaðatíu og lætur hana fara yfir. Ef tían heldur slag er óhætt að gefa austri á laufkónginn, en ef austur drepur eru nú tvær innkomur á spaða til að svína tvívegis í viðbót í laufi.