JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað þriggja manna nefnd til að fara yfir og leggja fram tillögur um staðsetningu og hvernig standa beri að uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss.
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað þriggja manna nefnd til að fara yfir og leggja fram tillögur um staðsetningu og hvernig standa beri að uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss.

Í starfsnefndinni eiga sæti þau Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigðisráðherra, og er hún formaður, Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands. Starfsnefndinni er gert að skila heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra greinargerð sinni fyrir lok nóvember 2001.

Ritarar starfsnefndarinnar eru Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri.