FRAMKVÆMDASTJÓRI ráðuneytis velferðarmála á Nýja-Sjálandi, Christine Rankin, hefur farið í mál við ríkisvaldið og sakar það um óréttmæta mismunun, að sögn The Daily Telegraph.
FRAMKVÆMDASTJÓRI ráðuneytis velferðarmála á Nýja-Sjálandi, Christine Rankin, hefur farið í mál við ríkisvaldið og sakar það um óréttmæta mismunun, að sögn The Daily Telegraph. Rankin hefur unnið í ráðuneytinu í tvo áratugi en ráðningarsamningur hennar var ekki endurnýjaður fyrir skömmu og telur hún að fatasmekkur hennar og útlit hafi valdið því.

Rankin var einstæð móðir þegar hún hóf skrifstofustörf hjá ráðuneytinu 1978. Hún er þekkt fyrir að vera með stóra og áberandi eyrnalokka og ganga á mjög hælaháum skóm. Dragtin hefðbundna, sem valdamiklar konur klæðast gjarnan, er sérstæð vegna þess að pilsið nær aðeins niður að hné.

Lögmaður hennar hefur kært ákvörðun stjórnvalda fyrir vinnumálarétti í höfuðborginni Wellington og segir ljóst að annað en hæfileikar til starfans hafi ráðið úrslitum þegar Rankin fékk ekki endurráðningu. Stjórnarandstæðingar á þingi hafa sakað ráðherra um að finna með ósæmilegum hætti að útliti Rankin.