KVIKMYNDASAMSTEYPAN Warner Bros hefur ákveðið að opna skemmtigarð í San Martin de la Vega sem er í um 25 km akstursfjarlægð frá borginni Madrid á Spáni. Fyrirhugað er að garðurinn verði opnaður í mars á næsta ári.
KVIKMYNDASAMSTEYPAN Warner Bros hefur ákveðið að opna skemmtigarð í San Martin de la Vega sem er í um 25 km akstursfjarlægð frá borginni Madrid á Spáni. Fyrirhugað er að garðurinn verði opnaður í mars á næsta ári.

Honum verður skipt upp í nokkur svæði og verður því með sama sniði og þemagarðarnir Port Aventura skammt frá Barcelona og Terra Mitica á Benidorm.

Meðal svæða í þessum nýja garði er Hollywood Boulevard, teiknimyndaþorp, villta vestrið og Warner Bros-stúdíó.

Í garðinum verða þekktar fígúrur og leikarar úr myndum Warner Bros fyrirtækisins áberandi eins og Kalli kanína, Batman og kvikmyndastjrönur á við Marilyn Monroe og Errol Flynn.

Þá verða byggð nokkur hótel í nágrenninu og veitingahús.