NORSKA kirkjan og hjálparstofnun hennar hafa gefið út bækling um gististaði í Mið-Austurlöndum. Svo virðist sem æ fleiri vilji leggja í pílagrímaferð til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

NORSKA kirkjan og hjálparstofnun hennar hafa gefið út bækling um gististaði í Mið-Austurlöndum. Svo virðist sem æ fleiri vilji leggja í pílagrímaferð til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Með ráði kirkjuleiðtoga í Tyrklandi, Sýrlandi, Líbanon, Jórdaníu og Egyptalandi hefur norska kirkjan og hjálparstofnun hennar dregið saman upplýsingar um góða gististaði.

Þetta eru ekki fín hótel heldur klaustur og kirkjumiðstöðvar sem geta reynst öruggt hæli í nauðalöndum.