FRAMRÚÐA bíls er stundum óhreinni að innan en að utanverðu. Ástæðan er óhreinindi og sót sem miðstöð bílsins sogar til sín úr púströri næstu bíla á undan og blæs upp á rúðurnar.
FRAMRÚÐA bíls er stundum óhreinni að innan en að utanverðu. Ástæðan er óhreinindi og sót sem miðstöð bílsins sogar til sín úr púströri næstu bíla á undan og blæs upp á rúðurnar. Það er ekki nema í nýrri og vandaðri bílum sem síur eru svo öflugar að þær stöðvi þessi óhreinindi. Það getur því bætt útsýn og öryggi verulega að þrífa framrúðuna að innan með til þess gerðu efni eða bara með volgu sápuvatni.