ÞÖKK sé mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum náði Nissan þeirri stöðu á síðasta ári að verða næststærsti bílaframleiðandi Japans og skaust þar með upp fyrir Honda sem nú er þriðji stærsti framleiðandinn.
ÞÖKK sé mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum náði Nissan þeirri stöðu á síðasta ári að verða næststærsti bílaframleiðandi Japans og skaust þar með upp fyrir Honda sem nú er þriðji stærsti framleiðandinn. Toyota er sem fyrr langstærsti framleiðandinn en Mitsubishi sá fjórði stærsti. Framleiðsluaukning varð hjá fjórum af fimm stærstu framleiðendunum í Japan á síðasta ári sem einkum er rakin til aukinnar eftirspurnar í Japan og Bandaríkjunum. Framleiðsla Nissan jókst um 9,8% þótt eftirspurn í Japan hefði dregist saman um 4,4%. 14%.