ÞAÐ var glatt á hjalla við skólaslit Rimaskóla í síðustu viku. Kætast nú kennarar jafnt sem nemendur og hlaupa út í sumar og sól. En sumarið og sólin eru ekki einu gleðiefni nemenda Rimaskóla.
ÞAÐ var glatt á hjalla við skólaslit Rimaskóla í síðustu viku. Kætast nú kennarar jafnt sem nemendur og hlaupa út í sumar og sól. En sumarið og sólin eru ekki einu gleðiefni nemenda Rimaskóla. Við skólaslitin mættu fulltrúar Frjálsíþróttasambandsins og færðu þeim bikara fyrir frábæra frammistöðu á frjálsíþróttamóti grunnskóla 2001. Hér fagna nemendur ásamt liðstjóra sínum, Jónínu Ómarsdóttur kennara.