ÞEGAR sólin skín færast munnvikin nær eyrunum, augabrúnir lyftast, freknur líta dagsins ljós, léttari fatnaður er tekinn fram og allt verður svo fallegt og vináttan blómstrar.
ÞEGAR sólin skín færast munnvikin nær eyrunum, augabrúnir lyftast, freknur líta dagsins ljós, léttari fatnaður er tekinn fram og allt verður svo fallegt og vináttan blómstrar. Með þessari sumarlegu mynd gleður Ragna Björk Bragadóttir, 10 ára, Túngötu 27, 225 Bessastaðahreppur, ykkur, kæru lesendur, í drunga vorrigninganna, sem eru nauðsynlegar fyrir gróðurinn - segja þeir sem til þekkja.