Hugsanlegt er að ofursportbíll Toyota komi á markað á næsta ári.
Hugsanlegt er að ofursportbíll Toyota komi á markað á næsta ári.
TOYOTA vill komast á sama stall og Ferrari, Lamborghini og Porsche. Fyrirtækið ætlar sér sneið af ofursportbílamarkaðnum með nýjum kúpubak sem verður með 4,3 lítra, V8 vél. Talið er að bíllinn komi á markað jafnvel strax á næsta ári.
TOYOTA vill komast á sama stall og Ferrari, Lamborghini og Porsche. Fyrirtækið ætlar sér sneið af ofursportbílamarkaðnum með nýjum kúpubak sem verður með 4,3 lítra, V8 vél. Talið er að bíllinn komi á markað jafnvel strax á næsta ári.

Vélin er sú sama og í Lexus GS og LS 430 og yrði hún látin skila að minnsta kosti 400 hestöflum. Aflið færi allt til afturhjólanna um sex gíra handskiptan kassa en talið er að Toyota reyni einnig að aðlaga fyrir sportbílinn hálfsjálfskipta kassann sem nú er boðinn í MR2. Þar með fengi ofursportarinn svipaða gírskiptingu og Ferrari 360 Modena.

Leysir af hólmi Supra

Bíllinn leysir af hólmi Supra sem nú er á tíunda framleiðsluári og er enn fáanleg í Bandaríkjunum. Nýi kúpubakurinn verður hins vegar til marks um innkomu Toyota í Formula 1 keppnina og er bílnum ætlað að styrkja ímynd Toyota, sem vill láta meira að sér kveða í akstursíþróttum, eins og T-Sport útfærslurnar af Yaris og Celica bera vitni um.