Hyundai Santa Fe fellur Bandaríkjamönnum í geð.
Hyundai Santa Fe fellur Bandaríkjamönnum í geð.
SANTA Fe-jeppinn frá Hyundai hlaut nýlega flest stig í sínum flokki í ánægjumælingum bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins AutoPacific fyrir árið 2001.
SANTA Fe-jeppinn frá Hyundai hlaut nýlega flest stig í sínum flokki í ánægjumælingum bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins AutoPacific fyrir árið 2001. Athygli vekur að þetta er í fyrsta sinn sem farartæki frá Suður-Kóreu ber sigur í býtum, frá því að slíkar mælingar hófust, en AutoPacific sérhæfir sig í framleiðslu- og markaðsráðgjöf fyrir bandaríska bílaiðnaðinn. Þessi óvænta niðurstaða er að mati fyrirtækisins til marks um það að Hyundai sé kominn til að vera á bandaríkjamarkaði. Ánægjumælingar (Vehicle Satisfaction Index) á vegum AutoPacific-ráðgjafarfyrirtækisins fara fram árlega og er niðurstöðu þeirra jafnan beðið með nokkurri eftirvæntingu innan bandaríska bílaiðnaðarins. Þær ná til rúmlega 34.000 kaupenda nýrra bifreiða á tímabilinu september-nóvember og taka í 50 atriðum á viðhorfum kaupenda til öryggis, þæginda og reksturs hinnar nýju bifreiðar.