Gamla Gutenbergshúsið við Þingholtsstræti 6 er nú til sölu hjá Eignasölunni-Húsakaup. Ásett verð er 55 millj. kr.
Gamla Gutenbergshúsið við Þingholtsstræti 6 er nú til sölu hjá Eignasölunni-Húsakaup. Ásett verð er 55 millj. kr.
Reykjavík - Eignasalan-Húsakaup er nú með í sölu húseignina Þingholtsstræti 6 í Reykjavík.

Reykjavík - Eignasalan-Húsakaup er nú með í sölu húseignina Þingholtsstræti 6 í Reykjavík. "Þetta er gamla Gutenbergshúsið í hjarta Reykjavíkur, sem reist var árið 1904 og er því gamalkunnugt borgarbúum," sagði Magnús Einarsson hjá Eignasölunni-Húsakaup.

"Þetta er steinhús sem í var lengi prentsmiðja. Húsið er raunar að hluta timburhús og er flatarmál þess 1.013,8 ferm. Eldra húsið, gamla Gutenbergshúsið er að hluta úr timbri auk viðbyggingar úr steini, það skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris.

Í kjallara er lagerhúsnæði með lofthæð um 2,1 m. Það er um 320 ferm. að stærð.

Fyrsta hæð skiptist í dag í þrjú atvinnupláss og er samtals um 268 fermetrar. Þrír inngangar eru á fyrstu hæðina og mjög auðvelt að breyta henni á ýmsan hátt.

Á annarri hæð er rúmgóð íbúð ásamt vinnuaðstöðu.

Þar er mjög góð lofthæð eða um 3 m.

Stórar svalir eru út frá húsnæðinu sem snúa í suð-vestur. Risið er um 159 ferm. og er þar rúmgóð íbúð með mjög góðri stofu og mikilli lofthæð.

Byggður hefur verið við risíbúðina um 50 ferm. glerskáli.

Þá eru út af íbúðinni stórar svalir sem snúa í suðvestur og er útsýni mjög gott yfir miðbæinn, höfnina og Sundin.

Húsið gefur ýmsa möguleika, það mætti t.d. breyta því í minni íbúðir, gistiheimili eða lítið atvinnuhúsnæði fyrir léttan iðnað o.fl. Ásett verð er 55 millj. kr."