Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, hjónin Margaret og Bent Sch. Thorsteinsson, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir og Þórður Þorkelsson, formaður félags íslenskra barnalækna.
Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum, hjónin Margaret og Bent Sch. Thorsteinsson, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir og Þórður Þorkelsson, formaður félags íslenskra barnalækna.
INGIBJÖRG Georgsdóttir barnalæknir hlaut fyrir skömmu 400.000 króna styrk úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis, til að halda áfram rannsóknum sínum um heilsu og þroska fyrirbura.

INGIBJÖRG Georgsdóttir barnalæknir hlaut fyrir skömmu 400.000 króna styrk úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis, til að halda áfram rannsóknum sínum um heilsu og þroska fyrirbura.

Þetta var í fyrsta sinn sem veitt er úr sjóðnum, en Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði hann á síðasta ári í minningu Óskars fósturföður síns. Sjóðnum er ætlað að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og rannsóknir á sviði barnalækninga.

Ingibjörg Georgsdóttir hefur staðið fyrir rannsókninni, fyrirburar, langtímaeftirlit með heilsu og þroska, frá því á árinu 1996, í samvinnu við þverfaglegan hóp sérfræðinga og undir leiðsögn dr. Atla Dagbjartssonar, yfirlæknis á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Öll börn sem voru minna en 1000 grömm við fæðingu og fæddust á Íslandi á árunum 1991 til 1995 voru kölluð til skoðunar við rúmlega 5 ára aldur. Fyrirburarnir komu allir til skoðunar, alls 35 börn og til samanburðar komu til skoðunar 55 jafnaldrar þeirra sem voru fullburða við fæðingu.

Í ljós hefur komið að margir af yngri fyrirburunum glíma enn við umtalsverð vandamál, einkum langvinn lungnavandamál. Einnig er taugalæknisfræðileg skoðun afbrigðileg hjá stórum hluta þeirra.

Þroskamælingar sýna vitsmuna- og málþroski um ¾ hluta hópsins er eðlilegur. Hins vegar er skynhreyfiþroski einungis eðlilegur hjá ¼ hluta barnanna, en tæplega helmingur þeirra glímir við væg frávik og þriðjungur þeirra glímir við alvarleg frávik. Af fyrirburunum 35 eru um 8 skilgreind fötluð eða tæpur fjórðungur.