Smári Vífilsson
Smári Vífilsson
SMÁRI Vífilsson tenórsöngvari var nýverið valinn bæjarlistamaður Akraness úr hópi sjö umsækjenda. Smári hóf söngnám í Tónlistarskólanum á Akranesi og lauk 8. stigi frá Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000.

SMÁRI Vífilsson tenórsöngvari var nýverið valinn bæjarlistamaður Akraness úr hópi sjö umsækjenda.

Smári hóf söngnám í Tónlistarskólanum á Akranesi og lauk 8. stigi frá Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000. Meðal kennara hans voru Sigurður Bragason og Ingunn Ósk Sturludóttir. Í vetur stundaði Smári einkanám hjá prófessor André Orlowitz í Kaupmannahöfn. Nú í sumar setur félagsskapur að nafni Norðuróp upp gamanóperuna Gianni Schicchi eftir Puccini í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík og fer Smári með hlutverk Gherardo í þeirri uppfærslu. Smári hyggur á frekara nám í Kaupmannahöfn á komandi vetri.