15. september 2001 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Íslenskur hugbúnaður í Danmörku

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur gert samning við Dansk Tipstjeneste, sem mun nota tölvukerfi Betware fyrir alla gagnvirka leiki fyrirtækisins, hvort sem það er á Netinu eða í öðrum nýjum miðlum, svo sem gagnvirku sjónvarpi og farsímum.
ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur gert samning við Dansk Tipstjeneste, sem mun nota tölvukerfi Betware fyrir alla gagnvirka leiki fyrirtækisins, hvort sem það er á Netinu eða í öðrum nýjum miðlum, svo sem gagnvirku sjónvarpi og farsímum. Betware mun jafnframt veita Dansk Tipstjeneste ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og rekstur tölvuumhverfis sem leikjakerfi Betware verður rekið á að því er fram kemur í tilkynningu frá Betware.

Samningurinn er sagður gilda að minnsta kosti næstu fimm ár. Segir að markmið Dansk Tipstjeneste með samstarfi við Betware sé að bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðra valmöguleika við verslun á Lottó-seðlum og öðrum happdrættismiðum fyrirtækisins. Jafnframt hyggst Dansk Tipstjeneste þróa í framhaldi nýja gagnvirka leiki með Betware. Haft er eftir Stefáni Hrafnkelssyni, framkvæmdastjóra Betware, að samningurinn staðfesti að lausnir Betware, sem eru notaðar hjá Íslenskum getraunum, séu eftirsóknarverðar fyrir kröfuhörð alþjóðleg getrauna- og happdrættisfyrirtæki. Hugbúnaðarfyrirtækið Betware, sem er að stærstum hluta í eigu Margmiðlunar, var stofnað árið 1998 og að stofnun þess komu einnig EFA og sænska fyrirtækið NetEntertainment.

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.