Umræður um skýrslu utanríkisráð herra um ástandið í Eystrasaltslöndunum JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gerði sameinuðu þingi í gær grein fyrir för sinni til Eystrasaltsríkjanna og ástandi mála í þessum ríkjum. Í umræðum voru þingmenn með einni

Alþingi væntir aðgerða

Umræður um skýrslu utanríkisráð herra um ástandið í Eystrasaltslöndunum

JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra gerði sameinuðu þingi í gær grein fyrir för sinni til Eystrasaltsríkjanna og ástandi mála í þessum ríkjum. Í umræðum voru þingmenn með einni undantekn ingu einhuga um að gera allt sem mögulegt væri til stuðnings sjálf stæðis Eystrasaltsríkjanna.

Í upphafi ræðu sinnar rakti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis ráðherra nokkuð forsögu ferðar sinnar. Landsbergis forseti Lithá ens hefði leitað til Íslendinga því þeir hefðu umfram flesta haft frum kvæði um að styðja málstað Eystra saltsríkjanna.

Í ferð sinni mun utanríkisráð herra hafa rætt við marga ef ekki flesta forystumenn Eystrasaltsríkj anna að forseta Eistlands undan skildum sem var nýfarinn áleiðis til Moskvu. Jón Baldvin lýsti í mynd rænu máli hvernig ástandið hefði komið honum fyrir sjónir. Tugþús undir vopnlausra borgara stóðu vörð um helstu stofnanir, víða höfðu víggirðingar verið reistar, eða öllu heldur farartálmar til að varna skriðdrekum og hertólum innrásar hersins aðgang. En um leið hefði ástandið borið vitni um nokkurs konar þjóðhátíð; augljóst hefði verið að fimmtíu ára kúgunartilraun hefði mistekist. Þjóðmenning og frelsisandi Eystrasaltsþjóðanna lifði sem aldrei fyrr.

Utanríkisráðherra greindi frá því mati forystumanna í Eystrasalts ríkjunum að unnið væri eftir kerfis bundinni áætlun við að kæfa bar áttu þeirra. Menn í innsta hring hefðu ákveðið að láta til skarar skríða. Sérstaklega voru nefnd for setaembætti Sovétríkjanna, varnar málaráðuneytið, innanríkisráðu neytið og öryggis- og leynilögreglan KGB. Að lengra hefði enn ekki ver ið gengið, að aðgerðirnar hefðu þó ekki borið meiri árangur en raun bæri vitni, væri að þakka einarðri afstöðu fólksins, viðbrögðum og viðurkenningu Borisar Jéltsíns for seta rússneska lýðveldisins. Barátt an núna væri ekki einungis barátta þriggja smáþjóða fyrir sjálfstæði. Þetta væri barátta lýðræðisafla við leifar hins gamla kerfis. Einnig hefðu viðbrögð erlendis orðið harka legri en ráðamenn í Kreml hefðu vænst.

Hvað á að gera?

Utanríkisráðherra sagði að for ystumenn í Eystrasaltsríkjunum hvettu vesturlandabúa til að hætta að moka fé í tómar hirslur mið stjórnarvalds alríkisins í Moskvu, heldur beina því til einstakra lýð velda þar sem það kæmi að gagni.

Utanríkisráðherra velti fyrir sér hugsanlegum viðbrögðum og að gerðum Íslendinga. Efla yrði sam skipti þjóðþinga. Allt yrði að gera til knýja Sovétvaldið til að standa við skuldbindingar þær sem undir ritaðar hefðu verið, á Parísarráð stefnunni, hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar. Beðið hefði verið um að Íslendingar beittu sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, fyrir því að málefni Eystrasaltslandanna yrðu tekin til umfjöllunar í öryggisráðinu og á allsherjarþinginu, og einnig fyrir því að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna um málefni þessara landa.

Viðurkenning á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og beint stjórn málasamband eru meðal þeirra at riða sem nefnd hafa verið. Utanrík isráðherra ítrekaði enn einu sinni að viðurkenning okkar frá þriðja áratugnum á sjálfstæði þessara ríkja væri enn í fullu gildi. Hvað snerti stjórnmálasamband væru framkvæmdaörðugleikar. Eistland og Lettland hefðu gefið markmiðs yfirlýsingar um að þau stefndu að endurreisn sjálfstæðra lýðvelda. Litháen hefur hins vegar þegar lýst sjálfstæði.

Hvað varðaði hugsanlegt stjórn málasamband við Litháen efaðist enginn um vilja Íslendinga en erfið leikarnir væru umtalsverðir, m.a. að Litháar hefðu ekki full völd á eigin landsvæði. Sovétvaldið gæti fangelsað sendiherra á landamær unum, eða þá að hann yrði að fara til Litháen með vegabréfsáritun sovéska alríkisins sem væri óað gengilegt fyrir Litháen. Það sjónar mið hefur komið fram að stjórn málasamband gæti reynst nokkurs konar öryggisatriði ef hættuástand skapaðist. Landsbergis hefur farið fram á að stjórnmálasamband verði upp tekið. Jón Baldvin sagðist hafa sagt að hann myndi í ljósi breyttra aðstæðna beita sér fyrir því að af staða okkar yrði endurskoðuð og allra leiða yrði leitað sem færar kynnu að reynast til að verða við þessari ósk. Rússneska lýðveldið hefði gert samning um að viður kenna þessi ríki, að vísu ekki Lithá en ennþá en Jón Baldvin treysti því að sú yrði reyndin. Rússneska lýð veldið boðaði einhvers konar dipló matísk samskipti við Litháen. Þjóð þing Tékkóslóvakíu, Póllands og Ungverjalands hefðu sent fastafull trúa til þjóðþingsins í Litháen. E.t.v. gæti það orðið fyrsta skrefið.

Margar aðgerðir hefðu verið nefndar í umræðum, forsætisráð herra Eistlands mun hafa hvatt okkur til að þróa betur tillögur um að bjóða fram Reykjavík eða ein hverja aðra norræna höfuðborg sem viðræðustað. Hins vegar var Jón Baldvin andvígur því að kalla sendi herra Íslands heim frá Moskvu því nú væri lífsnauðsyn að hafa þar erindreka. Að lokum lýsti utanríkis ráðherra yfir stolti sínu þegar hann varð þess var að borin væri meiri virðing fyrir Alþingi Íslendinga en ýmsum stærri og máttugri stofnun um.

Verkin tali

Þorsteinn Pálsson (S-Sl) taldi heimsókn utanríkisráðherra hafa verið hina mikilsverðustu; haft verulega pólitíska þýðingu; orðið sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða til styrktar. Þorsteinn taldi pólitískt stöðumat utanríkisráðherra mjög mikilvægt, innan ríkisstjórnarinnar. Svo virtist að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mætu pólitískar aðstæður með mismunandi hætti. Forsætisráðherrann hefði ekki talið gerlegt að þiggja formlegt heimboð en utanríkisráðherrann hefði orðið við kallinu.

Þorsteinn sagði að umræðurnar um málefni Eystrasaltsríkjanna yrðu að vera annað og meira en fréttaskýringar og almennar yfir lýsingar. Tími væri til kominn að fylgja orðum eftir með verkum og ná fram samstöðu um raunveruleg ar aðgerðir. Þorsteinn hvatti m.a. til þess að við fylgdum því fastar eftir að málefni Eystrasaltsríkjanna yrðu tekin fyrir á vettvangi Samein uðu þjóðanna. Ræðumaður hvatti mjög til þess að stjórnmálasamband yrði upp tekið og minnti á tillögu sjálfstæðismanna þar um. Hann óttaðist að afstaða manna hefði nokkuð mótast af því hverjir hefðu flutt þessa tillögu. Hann taldi eðli legt ef vilji væri nú fyrir hendi að ná samstöðu í utanríkismálanefnd um að stjórnmálasambandi yrði á komið. Þorsteinn taldi þau rök ekki fullnægjandi að ríkisstjórn Litháens réði ekki yfir landi; það gerði lögleg ríkisstjórn Kúveit ekki heldur.

Þorsteinn ræddi nokkuð aðrar hugmyndir sem viðraðar hafa verið. Sjaldan hefði verið meira tilefni en nú til að fækka starfsmönnum í sendiráði Sovétríkjanna. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefði rætt um að slíta menningar samningi við Sovétríkin. Þorsteinn sagði menntamálaráðherra hafa það í sínu valdi að stöðva fram kvæmd þessa samnings. Þorsteinn vildi að menntamálaráðherra skýrði sitt mál betur. Þorsteinn saknaði Svavars Gestssonar sem var fjar staddur.

Í lok ræðu sinnar lagði Þorsteinn ríka áherslu á að sem best sam staða tækist um virkar aðgerðir og þetta mál ætti að vera hafið yfir flokkapólitík.

Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) sagði að í undangengnum umræðum hefðu margar hugmynd ir fram komið. Ríkisstjórnin hefði úr nægum hugmyndum að moða. Mestu máli skipti að láta hendur standa fram úr ermum hið fyrsta til að styðja sjálfstæðisbaráttu þess ara þjóða. Kristín Einarsdóttir (SK-Sl) var nokkuð ánægð með heimsókn og framgöngu utanríkis ráðherra. Hún sagði að Íslendingar yrðu að leita allra leiða til að styðja þjóðir Eystrasaltsríkjanna og sporna gegn ofbeldinu. Ofbeldi leysti aldrei vandamál. Jóhann Ein varðsson (F-Rn) formaður utanrík ismálanefndar fagnaði samstöðunni eins og aðrir. Hann greindi frá því að formaður utanríkismálanefndar litháíska þingsins myndi dvelja hér næstu tvo daga og ræða við ut anríkismálanefnd og utanríkisráð herra. Myndu báðar þessar heim sóknir hjálpa til að taka þær ákvarðanir sem yrði að taka næstu daga. Jóhann greindi einnig frá því að samstaða væri um að kanna með hvaða hætti væri unnt að senda sendinefnd til þessara ríkja. Jóhann þakkaði utanríkisráðherra fyrir að hafa farið þessa för, sem hefði ver ið mjög brýn og reynst hin þarfasta.

Múslimar með kjarnorkuvopn

Ólafur Þ. Þórðarson (F-Rn) minnti þingmenn á að Gorbatsjov hefði fært Sovétríkin af braut hern aðaruppbyggingar til lýðræðisþró unar og afvopnunar. Á öðrum stað í ræðu hans kom fram að það hlytu að vera mikil umskipti ef slíkur maður, friðarverðlaunahafi Nóbels, væri orðinn gangster og glæpa hundur". Ólafur taldi það hættuleg an leik að hætta að styðja Gorb atsjov. Það væru hagsmunir hins vestræna heims að Sovétríkin héldu velli sem ríki og lýðræðisþróunin þar héldi áfram með sem minnstum blóðsúthellingum. Ef lýðveldin, þ.m.t. Rússland, segðu sig úr Sov étríkunum og kæmust upp með það, hvernig myndi kjarnorku sprengjunum verða skipt? Væri ekki trúlegt að múhameðstrúarríki sem mynduðust í suðri fengju sinn hluta af eldflaugunum og kjarn orkusprengjunum? Væri það þetta sem Íslendingar vildu?

Ólafi sýndist mál standa þannig að Landsbergis forseti Litháens vildi fara miklu hraðar en skynsam legt væri. Eistland og Lettland færu ekki svo geyst. Hefðu vit á að bíða, vissu að tíminn ynni með þeim. Ræðumaður varaði við því að við kyntum elda innanlandsófrið ar í Sovétríkjunum, hann óttaðist að þá yrði það herinn sem stæði að lokum með völdin.

Ólafur Þ. Þórðarson benti á að mörg vandamál heimsins væru erfið og óleyst og afskiptum annarra væri ekki alltaf vel tekið. Til dæm is þegar De Gaulle ýtti undir að skilnaðarhreyfingar Quebec í Kanada. Ólafur taldi Íslendinga gera best með því að tala máli frið ar í samskiptum manna í millum.

Jón Baldvin Hannibalsson ut anríkisráðherra þakkaði fyrir um ræðuna og lagði m.a. áherslu á að málið yrði ekki gert að pólitísku bitbeini flokka í millum. Utanríkis ráðherrann tók undir að orðum yrðu að fylgja athafnir og boðaði að fyrstu tillögur um aðgerðir yrðu lagðar fram á næsta fundi ríkis stjórnarinnar.

Jón Baldvin Hannibalsson