Kristín Loftsdóttir með ljósmyndir sínar frá Nígeríu.
Kristín Loftsdóttir með ljósmyndir sínar frá Nígeríu.
HORNIN íþyngja ekki kúnni heitir ljósmyndasýning Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Myndirnar eru frá ferðum hennar í Nígeríu en hún stundaði vettvangsrannsóknir meðal WoDaaBe fólksins.

HORNIN íþyngja ekki kúnni heitir ljósmyndasýning Kristínar Loftsdóttur mannfræðings sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 16. Myndirnar eru frá ferðum hennar í Nígeríu en hún stundaði vettvangsrannsóknir meðal WoDaaBe fólksins.

Kristín er lektor í mannfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Hún vinnur nú að verkefni sem snýr að ímynd WoDaaBe og Fulani í sögulegu ljósi frá upphafi nýlendutímans til nútíma.

Einnig eru á sýningunni nytjagripir og skart. Hún stendur til 9. október.