Íslensku landsliðsmennirnir fóru í gönguferð um Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Hér eru þeir Arnar Grétarsson, Tryggvi Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Hafliði Marteinsson að skoða varning sem þar var á boðstólum.
Íslensku landsliðsmennirnir fóru í gönguferð um Kristjaníu í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Hér eru þeir Arnar Grétarsson, Tryggvi Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Hafliði Marteinsson að skoða varning sem þar var á boðstólum.
JON Dahl Tomasson, framherjinn snjalli í danska landsliðinu og leikmaður Feyenoord í Hollandi, vill ekki mikið velta sér upp úr tengslum sínum við Ísland. Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var Íslendingur, fæddur og uppalinn í...

JON Dahl Tomasson, framherjinn snjalli í danska landsliðinu og leikmaður Feyenoord í Hollandi, vill ekki mikið velta sér upp úr tengslum sínum við Ísland. Tomasson á ættir að rekja til Íslands en afi hans var Íslendingur, fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri árum en hóf síðan siglingar og fluttist til Danmerkur ungur að aldri. Afi Jon Dahls kvæntist dansk/finnskri konu og saman eignuðust þau Bjarne Tomasson sem er faðir Jon Dahls. Bjarne hefur alla sína tíð búið í Danmörku en segist hafa komið nokkrum sinnum í heimsókn til Íslands og í viðtali við Jyllands Posten segist hann hafa taugar til Íslands.

Blaðamenn Jyllands Posten fengu Jon Dahl ekki til að tjá sig mikið um tengsl hans við eyjuna í norðri. Hann segist hafa komið nokkrum sinnum til landsins þegar hann var barn en hann segist ekki hafa verið í miklu sambandi við ættingja á Íslandi enda þekki hann þá nánast ekki neitt. Þess vegna hafi hann ekki fengið nein viðbrögð frá ættingjum þegar hann skoraði annað af mörkum Dana þegar þeir lögðu Íslendinga á Laugardalsvellinum í fyrra.

Jon Dahl var hetja Dana í sigurleik þeirra á móti Búlgörum í Sofiu í síðasta mánuði en hann skoraði bæði mörk Dana sem unnu, 2:0. Tomasson hefur verið sérlega iðinn við að skora fyrir danska landsliðið. Mörkin sem hann hefur skorað fyrir þjóð sína eru orðin 13 talsins í 33 leikjum og hann er í 23. sæti yfir markahæstu leikmenn Dana frá upphafi. Aðeins einn í danska liðinu sem leikur á móti Íslendingum á Parken hefur skorað fleiri mörk. Það er Ebbe Sand, leikmaður Schalke, sem hefur skorað 14 mörk, þar af sjö í undankeppni HM.