30. október 2001 | Akureyri og nágrenni | 192 orð | 1 mynd

Eining - Iðja opnar heimasíðu

Jón Helgason og Kristín Hjálmarsdóttir opna heimasíðu Einingar - Iðju.
Jón Helgason og Kristín Hjálmarsdóttir opna heimasíðu Einingar - Iðju.
NÝ heimasíða Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju hefur verið opnuð, en það voru þau Kristín Hjálmarsdóttir og Jón Helgason sem sameiginlega opnuðu síðuna með formlegum hætti.
NÝ heimasíða Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju hefur verið opnuð, en það voru þau Kristín Hjálmarsdóttir og Jón Helgason sem sameiginlega opnuðu síðuna með formlegum hætti. Þau voru um árabil í framvarðasveit þeirra tveggja félaga sem sameinuðust í Einingu-Iðju fyrir rúmum tveimur árum. Jón Helgason var lengi formaður Verkalýðsfélagsins Einingar og Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri.

Við vinnslu síðunnar var lögð áhersla á að hafa uppbyggingu hennar einfalda og skýra. Þannig er henni ætlað að gegna best því hlutverki sínu að auðvelda aðgengi hins almenna félagsmanns að ýmsum upplýsingum er varða félagið, réttindamál launafólks o.fl. Meðal þess sem finna má á síðunni eru fjölbreyttar upplýsingar um félagið og starfsemi þess, svo sem stjórnir, nefndir og trúnaðarmenn félagsins. Einnig má nefna upplýsingar um sjúkrasjóð, orlofshús, lög og reglugerðir, kjarasamninga, námskeið og þá viðburði sem framundan eru og þannig má áfram telja. Hugmyndin er að í framtíðinni geti fólk í auknum mæli notað heimasíðuna til að reka ýmis erindi sín við félagið og þar með sparað sér sérstaka ferð á skrifstofuna.

Síðan var unnin hjá Anza ehf. á Akureyri en textagerð og ýmis umsjón var í höndum Fremri kynningarþjónustu á Akureyri. Slóðin á síðuna er www.eining-idja.is.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.