Garður-Lögreglan í Keflavík var kölluð út í Garði fyrir helgi vegna handalögmála sem til komu í kjölfar þess að snjóbolta var kastað í bíl. Piltur var fluttur á spítala vegna meiðsla sem hann varð fyrir.
Garður-Lögreglan í Keflavík var kölluð út í Garði fyrir helgi vegna handalögmála sem til komu í kjölfar þess að snjóbolta var kastað í bíl. Piltur var fluttur á spítala vegna meiðsla sem hann varð fyrir.

Tilkynnt var um umferðarslys við Gerðaveg í Garði seint síðastliðið fimmtudagskvöld. Þegar lögreglan kom á staðinn var sjúkrabíll kominn á staðinn og flutti hann fimmtán ára pilt á Sjúkrahús Reykjavíkur. Pilturinn var með áverka á höfði og líkama en líkur er taldar á að það sé vegna átaka sem urðu á staðnum en ekki umferðarslyss.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki búið að yfirheyra alla aðila og vitni og því ekki vitað nákvæmlega hvað gerðist. Þó liggur fyrir að kastað var snjóbolta úr hópi unglinga, í bíl sem ekið var suður Garðabraut. Ökumaðurinn bílsins, 19 ára gamall, ók upp á túnið, vestan götunnar, og á eftir unglingunum. Allir hlupu í burtu nema einn piltur. Kom til átaka milli þeirra tveggja og lauk þeim með því að yngri pilturinn lá eftir, slasaður.

Pilturinn er kominn aftur í skólann og hefur hann kært ökumann bílsins fyrir líkamsárás.