Reykjanes-Fræðslufundur verður haldinn á Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Fjallað verður um fornminjar á Suðurnesjum og ferðamennsku í tengslum við þær. Á Reykjanesi má finna margar merkilegar minjar um liðna tíð.
Reykjanes-Fræðslufundur verður haldinn á Bókasafni Reykjanesbæjar á morgun, fimmtudag, klukkan 20. Fjallað verður um fornminjar á Suðurnesjum og ferðamennsku í tengslum við þær.

Á Reykjanesi má finna margar merkilegar minjar um liðna tíð. Nýverið var gefin út skýrsla um fornleifaskráningu sem Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur gerði fyrir varnarliðið. Ragnheiður mun kynna skýrsluna á fundinum í Bókasafni Reykjanesbæjar og fjalla almennt um fornminjar á Suðurnesjum.

Kristín Huld Sigurðardóttir sem nýlega tók við embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins mun kynna starfsemi stofnunarinnar.

Þá mun Johan D. Jónsson, ferðamálafulltrúi Suðurnesja, fjalla um gildi fornminja í ferðamennsku.