ÁKVEÐIÐ hefur verið að prófkjör verði hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi vegna uppstillingar á lista flokksins við bæjarsjórnarkosningarnar í vor.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að prófkjör verði hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi vegna uppstillingar á lista flokksins við bæjarsjórnarkosningarnar í vor.

Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónssonar, formanns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, rennur framboðsfrestur út vegna prófkjörsins á gamlársdag, en prófkjörið sjálft fer fram 9. febrúar næstkomandi og er það opið öllum á kosningaaldri sem lýsa yfir stuðningi við flokkinn.

Halldór sagði að Sjálfstæðisflokkurinn ætti nú fimm bæjarfulltrúa og væri ekki vitað annað en þeir gæfu allir kost á sér. Þeir væntu þess að almenn þátttaka yrði í prófkjörinu.