GUNNAR Viðarsson og Stefán Arnaldsson eru meðal dómara á HM kvenna á Ítalíu. Í gær dæmdu þeir leik Frakklands og Makedóníu í Bolsano og gekk það vel. Leikurinn var jafn framan af en síðan tóku Frakkar öll völd og sigruðu örugglega.
GUNNAR Viðarsson og Stefán Arnaldsson eru meðal dómara á HM kvenna á Ítalíu. Í gær dæmdu þeir leik Frakklands og Makedóníu í Bolsano og gekk það vel. Leikurinn var jafn framan af en síðan tóku Frakkar öll völd og sigruðu örugglega. Í dag dæma þeir félagar leik Kongó og Ungverjalands sem fram fer í Meranó þar sem þeir búa.

Öll dómarapörin náðu þrekprófi og skriflegu prófi í fyrradag þannig að engin pör voru send heim líkt og gerðist í janúar á HM karla í Frakklandi.