MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands: "Í grein í desemberhefti Mannlífs sem ber yfirskriftina "Falsað" er haft eftir Jónasi Freydal Þorsteinssyni að myndir eignaðar Sigurði...
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Kvaran, safnstjóra Listasafns Íslands: "Í grein í desemberhefti Mannlífs sem ber yfirskriftina "Falsað" er haft eftir Jónasi Freydal Þorsteinssyni að myndir eignaðar Sigurði Guðmundssyni hefðu á sínum tíma verið skoðaðar af Viktor Smára Sæmundssyni forverði við Listasafn Íslands og öðrum starfsmanni safnsins. Hið rétta er að Jónas Freydal Þorsteinsson kom aldrei með umræddar myndir til skoðunar í Listasafn Íslands.

Það er því rangt, sem sagt er í umræddri grein, að forvörður safnsins eða aðrir starfsmenn þess hafi skoðað myndirnar og ekki fundið neitt að þeim."