Lúmski hnífurinn er eftir Philip Pullman , í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Gyllti hnífurinn. Lýra hefur yfirgefið sinn heim ásamt fylgjunni Pantalæmon í leit að meiri vitneskju um hið dularfulla Duft.
Lúmski hnífurinn er eftir Philip Pullman , í þýðingu Önnu Heiðu Pálsdóttur. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Gyllti hnífurinn.

Lýra hefur yfirgefið sinn heim ásamt fylgjunni Pantalæmon í leit að meiri vitneskju um hið dularfulla Duft. Í borg krakkanna, Cittágazze, kynnist hún Will sem er á flótta úr enn öðrum heimi eftir að hafa orðið manni að bana. Saman ráðast þau í það verkefni að leita uppi föður Wills sem hvarf með dularfullum hætti á norðurslóðum ellefu árum fyrr. Sú leit tvinnast saman við eftirgrennslan Lýru um Duft og stórbrotnar fyrirætlanir föður hennar, Asríels lávarðar, gegn Almættinu.

Þriðja bindi þessa þríleiks Philips Pullmans var nýverið tilnefnt til Booker-verðlaunanna, fyrst barnabóka.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 294 bls., prentuð í Odda. Margrét E. Laxness hannaði kápu. Verð: 2.990 kr.