Hnoðri eignast vini er eftir Önnu V. Gunnarsdóttur og segir af Hnoðra sem er lítill andarungi á Tjörninni, ósköp ljúfur og forvitinn. Og svangur! Einn daginn kemur hann auga á vingjarnlega stelpu sem virðist luma á andabrauði.
Hnoðri eignast vini er eftir Önnu V. Gunnarsdóttur og segir af Hnoðra sem er lítill andarungi á Tjörninni, ósköp ljúfur og forvitinn. Og svangur! Einn daginn kemur hann auga á vingjarnlega stelpu sem virðist luma á andabrauði. Hnoðri eltir stelpuna þó að hann megi ekki synda einn í burtu og týnir við það mömmu sinni og pabba. Sem betur fer eignast Hnoðri þá góðan vin sem kemur honum til hjálpar.

Höfundur skreytir með fallegum vatnslitamyndum frá Tjörninni.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 17 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.690 kr.