"Bless, bless, guli, múrsteinslagði poppvegur!"
"Bless, bless, guli, múrsteinslagði poppvegur!"
ELTON John, sem að mati margra gaf út sína bestu plötu í áratugi á dögunum ( Songs from the West Coast ), segist ætla að hætta í "bransanum". Þótt gagnrýnendur hafi farið lofsamlegum orðum um þennan (síðasta?
ELTON John, sem að mati margra gaf út sína bestu plötu í áratugi á dögunum (Songs from the West Coast), segist ætla að hætta í "bransanum". Þótt gagnrýnendur hafi farið lofsamlegum orðum um þennan (síðasta?) grip Eltons hafa kaupendur sýnt honum fálæti.

Á tónleikum í New Hampshire á dögunum tilkynnti Elton þessa ákvörðun sína og urðu margir hvumsa.

"Nú er ég búinn að gera fjörutíu plötur og þetta verður sú síðasta," sagði lávarðurinn sjarmerandi. "Mér finnst gaman að spila fyrir ykkur en ég hata hljómplötubransann."