Á hnífsins egg, baráttusaga er eftir Sigurð A. Magnússon .
Á hnífsins egg, baráttusaga er eftir Sigurð A. Magnússon .

Mikil umbrot voru í íslensku þjóðlífi á árunum fyrir og eftir 1970, mikil vakning ungs fólks, mótmæli gegn her í landi, gegn stríðinu í Víetnam, gegn einræði herforingjastjórnarinnar í Grikklandi og hvers kyns rangsleitni víða um lönd.

Í bókinni segir Sigurður frá ritstjóratíð sinni á Samvinnunni, húsbyggingu í Mosfellsbæ, ferðalögum hér heima og erlendis, skáldskap og fjölskyldulífi - og innri átökum.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 264 bls., prentuð í Odda. Anna Cynthia Leplar hannaði kápu. Verð: 4.490 kr.