Þau hvetja fólk til að líta inn á jólaföstunni og skoða úrvalið. Smári Ársælsson, Haraldur Pétursson, Friðgeir Friðgeirsson og Tinna Sigmundsdóttir með sýnishorn af þeim vörum sem í boði eru á jólamarkaði Vinnustofunnar í Gagnheiði.
Þau hvetja fólk til að líta inn á jólaföstunni og skoða úrvalið. Smári Ársælsson, Haraldur Pétursson, Friðgeir Friðgeirsson og Tinna Sigmundsdóttir með sýnishorn af þeim vörum sem í boði eru á jólamarkaði Vinnustofunnar í Gagnheiði.
FÓLKIÐ á Vinnustofunni í Gagnheiði á Selfossi hefur unnið að því undanfarnar vikur að undirbúa árlegan jólamarkað vinnustofunnar sem hófst mánudaginn 3. desemer.
FÓLKIÐ á Vinnustofunni í Gagnheiði á Selfossi hefur unnið að því undanfarnar vikur að undirbúa árlegan jólamarkað vinnustofunnar sem hófst mánudaginn 3. desemer. Þar verður hægt að kaupa mikið af fallegu handverki út leir, basti og tré og einnig ýmsar saumavörur. Markaðurinn verður opinn til 18. desember frá klukkan 8,30 - 16,00 alla virka daga, eða á meðan eitthvað er til.

Selfossi. Morgunblaðið.