Norræn sakamál 2001 hefur að geyma frásagnir lögreglumanna frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Sagt er frá afbrotum sem á sínum tíma vöktu mikla athygli, hérlendis og erlendis.
Norræn sakamál 2001 hefur að geyma frásagnir lögreglumanna frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Sagt er frá afbrotum sem á sínum tíma vöktu mikla athygli, hérlendis og erlendis. Einnig er að finna greinar um sögu fingrafararannsókna á Íslandi og um sögu lögreglunnar í Reykjavík.

Sams konar bækur hafa verið gefnar út á hinum Norðurlöndunum, fyrst árið 1970 í Svíþjóð, en þetta er fyrsta bókin sem kemur út hérlendis.

Ritstjóri bókarinnar er Egill Bjarnason. Höfundar eru Ómar Smári Ármannsson, Lúðvík Eiðsson, Úlfar Jónsson, Egill Bjarnason, Eiríkur Hreinn Helgason, Arnór Bjarnason, Sigurður V. Benjamínsson, Hlynur Snorrason, Gunnar Schram, Sævar Þ. Jóhannesson og Guðmundur Guðjónsson. Sverrir K. Kristinsson þýðir erlendar greinar.

Á myndinni afhendir Óskar Bjartmarz, formaður Íþróttasambands lögreglumanna, dómsmálaráðherra, Sólveigu Pétursdóttur og ríkislögreglustjóra, Haraldi Johannessen, fyrstu eintök bókarinnar.

Útgefandi er Norræna lögregluíþróttasambandið í samvinnu við Íslenska lögregluforlagið ehf. Bókin er 256 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 2.995 kr.