LIONSHREYFINGIN á Íslandi afhenti menntamálaráðherra fyrsta eintak af margmiðlunardiski sem hreyfingin hefur unnið að sl. 2-3 ár. Diskinn á að gefa öllum unglingum á landinu sem eru í 8. bekk grunnskóla.
LIONSHREYFINGIN á Íslandi afhenti menntamálaráðherra fyrsta eintak af margmiðlunardiski sem hreyfingin hefur unnið að sl. 2-3 ár. Diskinn á að gefa öllum unglingum á landinu sem eru í 8. bekk grunnskóla.

Verkefnið var eitt af mörgum verkefnum sem hreyfingin hefur staðið fyrir í tilefni af 50 ára afmæli Lions á Íslandi, en hreyfingin barst hingað 1951. Meðal efnis á diskinum er ,,lífsleikurinn" sem búinn er til af íslensku hugvitsfólki og heitir diskurinn Spáðu í mig ... og þig. Er honum ættlað að fá unglinginn til að þroska sig í að taka rétta afstöðu til ýmissa mála er upp koma á lífsleiðinni, en leikurinn gefur stig eftir því hvaða leið unglingurinn vill fara lífsveginn til efri ára.

Kynning á þessu íslenska verkefni erlendis hefur vakið athygli og áhuga erlendra Lionsmanna. Kostnaður hreyfingarinnar af verkefninu nemur nú tæpum þremur milljónum kr. og er það fjármagnað meðal annars af framlagi frá Lionsklúbbum um land allt. Námsgagnastofnun hefur tekið að sér að dreifa diskinum til allra 8. bekkinga í grunnskólum landsins, segir í fréttatilkynningu.