Björgunarbáturinn Henrý Hálfdánarson kom með Snotru í togi inn í Reykjavíkurhöfn um kl. 20 í gærkvöldi.
Björgunarbáturinn Henrý Hálfdánarson kom með Snotru í togi inn í Reykjavíkurhöfn um kl. 20 í gærkvöldi.
TRILLAN Snotra RE 165 var hætt komin vegna bilunar í stýri við Lundey, skammt frá Viðey, í gærkvöldi og mátti litlu muna að báturinn strandaði. Björgunarsveitinni Ársæli barst tilkynning um bilunina kl.
TRILLAN Snotra RE 165 var hætt komin vegna bilunar í stýri við Lundey, skammt frá Viðey, í gærkvöldi og mátti litlu muna að báturinn strandaði. Björgunarsveitinni Ársæli barst tilkynning um bilunina kl. 18:49 og voru þrír bátar sendir á staðinn, björgunarbátur, harðbotnabátur og slöngubátur.

Tveir menn voru um borð í Snotru sem rak upp að eynni þegar stýrið bilaði og tók trillan nokkrum sinnum niðri við fjöruna á rekinu en strandaði þó ekki. Skv. upplýsingum björgunarsveitarmanna tókst bátsverjum Snotru með lagni að koma í veg fyrir að trilluna ræki upp í fjöru. Gott var í sjóinn og ágætt skyggni og gekk vel að koma taug í bátinn og draga hann út. Tók björgunarbáturinn Henrý Hálfdánarson Snotru síðan í tog og kom með hana til hafnar í Reykjavík um kl. 20 í gærkvöldi. Amaði ekkert að mönnunum um borð. Skv. upplýsingum björgunarsveitarmanns mátti ekki miklu muna að verr færi.