ELLEFU menn frá suðurhluta Rússlands létust í eldsvoða í rútu í Moskvu í gærmorgun. Eldurinn braust út eftir að gashylki í rútunni sprakk, en það hafði verið notað til að elda mat.
ELLEFU menn frá suðurhluta Rússlands létust í eldsvoða í rútu í Moskvu í gærmorgun.

Eldurinn braust út eftir að gashylki í rútunni sprakk, en það hafði verið notað til að elda mat. Rútan stóð á bílastæði við Izmailovo-markaðinn í austurhluta Moskvu, en þangað komu mennirnir til að selja afurðir sínar. Þrettán manns voru í rútunni en aðeins tveir komust lífs af, bílstjórinn og einn farþegi.