HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi kæru vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness um að Landsímanum væri skylt að afhenda lögreglunni í Keflavík upplýsingar um hringingar og boð til og frá símanúmerum ungs manns á tímabilinu frá 1. janúar til 9. nóvember sl.
HÆSTIRÉTTUR vísaði í gær frá dómi kæru vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness um að Landsímanum væri skylt að afhenda lögreglunni í Keflavík upplýsingar um hringingar og boð til og frá símanúmerum ungs manns á tímabilinu frá 1. janúar til 9. nóvember sl.

Talinn tengjast umfangsmiklum þjófnaðarmálum

Í kærunni kemur fram að lögmaður mannsins fékk kæruna í hendurnar fyrir tilviljun degi eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp, 20. nóvember. Hæstiréttur segir að þessi ummæli verði að skilja á þann veg að lögmanninum hafi verið kunnugt um efni hins kærða úrskurðar 21. nóvember. Kæra barst á hinn bóginn ekki til Hæstaréttar fyrr en 27. sama mánaðar. Þar með var runninn út kærufrestur sem er þrír sólarhringar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.

Ungi maðurinn er talinn tengjast umfangsmiklum þjófnaðarmálum sem lögreglan í Keflavík hefur rannsakað um nokkra hríð.