BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum nýverið forvarnaáætlun fyrir sveitarfélagið. Í áætluninni er kveðið á um þá þjónustu og starfsaðferðir sem viðhafðar skulu við stuðning við fjölskylduna, skólabekkinn, skólann, skólahverfið og bæinn.
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum nýverið forvarnaáætlun fyrir sveitarfélagið. Í áætluninni er kveðið á um þá þjónustu og starfsaðferðir sem viðhafðar skulu við stuðning við fjölskylduna, skólabekkinn, skólann, skólahverfið og bæinn. Samkvæmt henni skal sett saman ítarleg forvarnahandbók, starfrækt skal vímuvarnanefnd, forvarnahópur embættismanna skipaður og rituð ferli þar sem sagt er fyrir um hvernig embættismönnum Hafnarfjarðarbæjar ber að bregðast við þegar þeir standa frammi fyrir ýmsum vandamálum og áföllum sem upp kunna að koma í bæjarfélaginu. Með fornvarnaáætluninni er stefnt að samfélagi í Hafnarfirði þar sem markvissar fornvarnir komi í veg fyrir niðurrífandi lífsmáta og afleiðingar hans, eins og segir á heimasíðu bæjarins.

Í forvarnaáætluninni segir að Hafnarfjarðarbær mun hafa það að hornsteini í stefnumiðum bæjarins varðandi uppbyggingu og skipulag, að búa til umhverfi sem hlúir að uppfyllingu þarfarinnar "að tilheyra". Stefnt er að því að öll ungmenni bæjarins tilheyri einum eða fleiri uppbyggjandi hópum svo sem í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samkvæmt áætluninni á að vinna markvisst gegn útskúfun í hvaða mynd sem hún birtist. Í inngangi að fornvarnahandbók bæjarins segir að "með sameiginlegu átaki og sífelldri vinnu er hægt að lyfta grettistaki. Starfandi er nefnd á vegum bæjarins með þátttöku lögreglu, heilsugæslu, Skólaskrifstofu, félagsþjónustu og æskulýðs- og tómstundaskrifstofu. Áhrif forvarna er erfitt að mæla og meta, en á síðustu árum hafa margar vísbendingar fundist um hvað það er í forvarnastarfi sem hefur jákvæð áhrif og hvað ekki. Samhliða öllu forvarnastarfi þarf að vinna vísindalega að athugunum á áhrifum ýmissa úrræða og breyta áherslum í samræmi við niðurstöður. Forvarnir eru skynsamleg og nauðsynleg leið til að gera það sem hægt er til að fyrirbyggja þann harmleik sem er staðreynd í lífi allt of margra í dag."