MIKLAR líkur eru taldar á því að annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, Karl Malone, óski eftir því við forráðamenn Utah Jazz að þeir leiti leiða til að koma honum að hjá liði sem eigi möguleika á að velgja meistaraliði LA Lakers undir...
MIKLAR líkur eru taldar á því að annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi, Karl Malone, óski eftir því við forráðamenn Utah Jazz að þeir leiti leiða til að koma honum að hjá liði sem eigi möguleika á að velgja meistaraliði LA Lakers undir uggum.

Malone, sem gengur undir viðurnefninu "póstmaðurinn" vestanhafs, hefur leikið sl. 17 keppnistímabil með Utah en eftir afleita byrjun á keppnistímabilinu er útlit fyrir að liðið eigi ekki lengur möguleika gegn bestu liðum deildarinnar.

Mestar líkur eru á því að Dallas Mavericks taki við hinum 38 ára gamla kraftframherja og láti Juwan Howard af hendi í staðinn. Malone fær um 1,9 milljarða ísl. kr. í laun á þessu keppnistímabili en Howard fær rúmlega 2 millj. ísl. kr. og af þeim sökum ættu liðin að geta skipt nánast á sléttu. Ef að skiptunum yrði fengi Utah að auki tvo valrétti frá Dallas í háskólavalinu á næstu árum.