Arnþrúður Karlsdóttir formaður og Gunnhildur Hreinsdóttir, varaformaður Einstakra barna,  taka við styrknum úr hendi Birgis Sigurðssonar, fjármálastjóra Opinna kerfa hf.
Arnþrúður Karlsdóttir formaður og Gunnhildur Hreinsdóttir, varaformaður Einstakra barna, taka við styrknum úr hendi Birgis Sigurðssonar, fjármálastjóra Opinna kerfa hf.
OPIN kerfi hf. hafa ákveðið að styðja við starfsemi Einstakra barna sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið er eitt af aðildarfélögum Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum.
OPIN kerfi hf. hafa ákveðið að styðja við starfsemi Einstakra barna sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið er eitt af aðildarfélögum Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum.

Í stað þess að senda út hefðbundnar jólakveðjur munu Opin kerfi veita andvirði þeirra til Einstakra barna.

Félagið Einstök börn styður í baráttumálum við fjölskyldur barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma, sinnir þeim á tímum erfiðleika og leiðbeinir þegar þörf er á. Öll vinna við félagið er í höndum foreldra og er unnin í sjálfboðavinnu, segir í fréttatilkynningu.