LISTAFÓLKIÐ Tolli, Hildur og Palli eru öll með vinnuaðstöðu í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.
LISTAFÓLKIÐ Tolli, Hildur og Palli eru öll með vinnuaðstöðu í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. Þar sem áður suðuðu verksmiðjuvélar gömlu Álafossverksmiðjunnar og heimsfrægar lopapeysur urðu nánast sjálfkrafa til fyrirfinnast nú þrjár líflegar vinnustofur, hver með sínu sniði. Listafólkið hefur nú tekið saman höndum og opnað heimasíðu. Á síðunni, sem kallast "Þríbýlið í Álafossbrekkunni", er hægt að skoða myndir frá vinnustofum þeirra Tolla, Hildar og Palla. Á síðunni kemur ennfremur fram að vinnustofurnar verði opnar gestum og gangandi um helgar í desember fram að jólum. Í heimsókn í vinnustofurnar er hægt að skoða málverk Tolla í mótun, teikningar Hildar og handverk Palla verða til. Slóðin á heimasíðuna er www.heimsnet.is/una/.