Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur lagt inn kæru til aganefndar KKÍ vegna brottvikningar Damons Johnsons í leik liðsins gegn KR á sunnudagskvöldið.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur lagt inn kæru til aganefndar KKÍ vegna brottvikningar Damons Johnsons í leik liðsins gegn KR á sunnudagskvöldið. Johnson var þá rekinn af velli undir lok þriðja leikhluta eftir orðahnippingar við Kristin Albertsson, annan dómara leiksins. Keflvíkingar telja að orð Kristins í garð Johnsons hafi verið kveikjan að brottvikningunni.

Á heimasíðu Keflvíkinga er sagt að þó þeir telji að Kristinn Albertsson hafi sýnd óíþróttamannslega hegðun og viðhaft dónalegt orðbragð í garð Johnsons, hafi félagið ákveðið að leggja ekki fram kæru á hendur honum af þeirri einföldu ástæðu að það kosti 20 þúsund krónur og þeir sjái sér ekki fært að leggja fram þá fjárhæð.

Keflvíkingar hyggjast halda uppi málflutningi til varnar Johnson þegar mál hans verður fyrir. Þar sem kæran barst ekki nógu snemma á mánudag var hún ekki tekin fyrir á fundi í gær og verður afgreidd á næsta aganefndarfundi, á þriðjudaginn kemur.