BJARNI Friðriksson, bronsverðlaunahafi í júdó frá Ólympíuleikunum 1984, keppti í fyrsta skipti í sex ár um síðustu helgi. Hann tók þátt í sveitakeppninni og tryggði Júdófélagi Reykjavíkur sigur á Ármanni, 4:3, í karlaflokki.
BJARNI Friðriksson, bronsverðlaunahafi í júdó frá Ólympíuleikunum 1984, keppti í fyrsta skipti í sex ár um síðustu helgi. Hann tók þátt í sveitakeppninni og tryggði Júdófélagi Reykjavíkur sigur á Ármanni, 4:3, í karlaflokki. Þar lagði hann Ármenninginn Heimi Haraldsson, núverandi Norðurlandameistara í þungavigt, á "ippon" í úrslitaviðureigninni og stóð viðureignin aðeins í tæplega eina mínútu.

Júdófélag Reykjavíkur sigraði í öllum fjórum flokkunum á mótinu, en keppt var í tveimur yngri flokkum og tveimur flokkum fullorðinna. Auk JR og Ármanns sendu Grindavík og KA sveitir á mótið.